Í 9. bekk byggir lotukerfið á bókunum Skali 2A og Skali 2B.  Viðfangsefnin eru:

  • Talnareikningur (Prósent, veldi og ferningsrót, tugveldi og staðalform, talnamengi)
  • Föll (línuleg föll - beinar línur, empirísk og ólínuleg föll)
  • Mál og mælieiningar (tímaútreikningar, mælieiningar, nákvæmni og námundun, hlutfallareikningur, samsettar einingar)
  • Rúmfræði og útreikningar (flatarmál og ummál, rúmfræði hrings, þrívíð rúmfræðiform)
  • Líkur og talningafræði (einfaldar líkur, talningafræði)

Markmiðin sem unnið er að í lotukerfinu er að finna í lýsingum á lotunum.

Loturnar eru 8 og gert er ráð fyrir að nemendur ljúki þeim öllum fyrir lok 9. bekkjar.

Nýtt lotukerfi sem byggir á námsefninu Skali 1A og 1B.  Um er að ræða þrískipt kerfi þar sem boðið er upp á 3 leiðir í gegnum námsefnið, blátt, gult og grænt, þar sem blátt er einfaldast og styst og grænt er flóknast og kafað dýpst.  Hver nemandi velur sér, með aðstoð kennara, námsleið sem hentar honum.  Nemandi getur hvenær sem er skipt um námsleið.

Nýtt lotukerfi fyrir 10. bekk í stærðfræði byggir á bókunum Skali 3A og 3B, auk rasmus.is og ýmissa kennslumyndbanda.  Námsmat felst í útfyllingu hæfnikorts úr matsviðmiðum fyrir lok grunnskóla á mentor.is.