Moodle-fræðsla á döfinni

. . .



Eldri atburðir:

Möguleikar Moodle kynntir - námskeið/vinnustofa

Moodle-vefur borgarinnar hefur nú verið uppfærður í útgáfu 3.1 og ýmsir agnúar jafnframt sniðnir af því kerfi sem áður var í notkun. Vefnum var einnig skipt upp á og settur á tvö Moodle-kerfi; moodle16.reykjavik.is og netnam.grunnskolar.is. Fimmtudaginn 13. október verður haldið námskeið/vinnustofa þar sem helstu möguleikar Moodle verða kynntir og sýnd dæmi af því hvernig áfangar eru settir upp og þeir nýttir í grunnskólum. Þátttakendur eru hvattir til þess að „koma með“ sína eigin áfanga á námskeiðið því samlegðaráhrifin eru óvíða sterkari en þegar fólk deilir eigin reynslu og þekkingu. Nú þegar er til heilmikið efni í Moodle, bæði námskeið og eins spurningar og verkefni, sem hverjum og einum er heimilt að nýta sér endurgjaldslaust. Opið menntaefni.

  • Fyrir hverja: Þá sem vilja kynna sér möguleika Moodle sem og þá sem nú þegar nota kerfið en vilja skoða það betur.  
  • Hvar: Vogaskóli stofa 314
  • Hvenær: 13. október kl. 14:30 – 16:00
  • Umsjón: Ágúst Tómasson, kennari og moodle-ráðgjafi SFS
  • Skráning er hér

Sist endra: fredag , 27 oktober 2017, 14:33