Í 9. bekk byggir lotukerfið á bókunum Skali 2A og Skali 2B.  Viðfangsefnin eru:

  • Talnareikningur (Prósent, veldi og ferningsrót, tugveldi og staðalform, talnamengi)
  • Föll (línuleg föll - beinar línur, empirísk og ólínuleg föll)
  • Mál og mælieiningar (tímaútreikningar, mælieiningar, nákvæmni og námundun, hlutfallareikningur, samsettar einingar)
  • Rúmfræði og útreikningar (flatarmál og ummál, rúmfræði hrings, þrívíð rúmfræðiform)
  • Líkur og talningafræði (einfaldar líkur, talningafræði)

Markmiðin sem unnið er að í lotukerfinu er að finna í lýsingum á lotunum.

Loturnar eru 6 og gert er ráð fyrir að nemendur ljúki þeim öllum fyrir lok 9. bekkjar.